Ísstífla hefur myndast í Ölfusá við Efri-Laugardælaeyju og hefur yfirborð hennar hækkað um rúman metra.
Talið er að grunnstingull hafi myndast, að því er fram kemur á fréttamiðlinum sunnlenska.is.
Áin rennur að hluta yfir stífluna við Efri-Laugardælaeyju og myndar þar foss. Helstu borholur Selfossveitna eru á Lambhagatá við Ósabotna.
Í samtali við sunnlenska segir veitustjórinn Sigurður Þór Haraldsson að áin hafi ekki áhrif á rekstur veitnanna eins og er en vel sé fylgst með henni.