Geta lengt tímabil sjálfsáhættu

Félagsmenn Eflingar hjá Ríkissáttasemjara.
Félagsmenn Eflingar hjá Ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu þrír dagar vinnustöðvunar eru á eigin áhættu félagsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) og greiðast að jafnaði engar bætur vegna þess tíma úr vinnudeilusjóði samtakanna. Taki boðuð vinnustöðvun til meira en þriðjungs starfsmanna aðildarfyrirtækja SA getur framkvæmdastjórn samtakanna lengt tímabil sjálfsáhættu um allt að eina viku. Þetta má lesa í samþykktum SA.

Ætla má að atvinnurekendur sem eru með Eflingarfólk í vinnu séu farnir að búa sig undir mögulegt verkfall stéttarfélagsins, en á þriðjudaginn sleit stéttarfélagið kjarasamningsviðræðum við SA og hóf í kjölfarið undirbúning verkfallsboðunar.

Í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar í Silfrinu í gær kom fram að samninganefnd félagsins hygðist ekki boða alla félagsmenn Eflingar í verkfall. Óljóst er hvaða hóp nefndin hyggst boða.

Í vinnudeilusjóði SA eru nú fimm milljarðar, en þrír í verkfallssjóði Eflingar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka