Rafmagnslaust er á öllum Suðurnesjum eftir að Suðurnesjalínu sló út upp úr klukkan þrjú síðdegis. Staðfest hefur verið að bilunin hafi orðið í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum.
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að viðgerð muni taka einhvern tíma og líklega meira en klukkustund. Ekki sé þó hægt að segja nákvæmlega til um hversu lengi og gæti það orðið eitthvað lengur.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allar varaaflsstöðvar séu komnar í gang við Keflavíkurflögföll. Hann segir bilunina því ekki hafa áhrif á starfsemina hvað rafmagn varðar.
Guðjón segir þó að heitavatnslaust sé í flugstöðvarbyggingunni eins og er og það geti þýtt að það muni kólna eitthvað inni í flugstöðvarbyggingunni. Hann segir að kalt vatn sé á húsinu. Guðjón segir að Keflavíkurflugvöllur geti gengið á varaafli í umtalsverðan tíma.