Komu að heimilinu á floti eftir frí erlendis

Slökkviliðið var kallað á vettvang um eittleytið í nótt.
Slökkviliðið var kallað á vettvang um eittleytið í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall um eittleytið í nótt vegna vatnsleka í raðhúsi. Fjölskylda hafði komið að heimilinu á floti eftir að hafa verið í fríi erlendis. Krani hafði gefið sig með þessum afleiðingum.

Að sögn varðstjóra var slökkviliðið á staðnum í hátt í klukkutíma. Eftir það tók tryggingarfélag við. Hann gerir ráð fyrir því að tjónið hafi verið mikið.

Mikið var annars að gera í sjúkraflutningum miðað við sunnudag, en farið var í 40 slíka á næturvaktinni og í alls 87 útköll á sjúkrabílum síðasta sólarhringinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka