Aðalmeðferð komin á dagskrá í stóra kókaínmálinu

Efnin sem fundust í timbrinu. Kókaín sem hollenska lögreglan gerði …
Efnin sem fundust í timbrinu. Kókaín sem hollenska lögreglan gerði upptæk í timbursendingu - samtals 99,25 kg. Ljósmynd/Hollenska lögreglan

Síðar í dag verður farið fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir fjórmenningum sem ákærðir hafa verið í stóra kókaínmálinu svokallaða. Eru þeir taldir hafa reynt að smygla inn tæplega 100 kg af kókaíni til landsins í timbursendingu.

Aðalmeðferð málsins hefst á fimmtudaginn eftir að hafa verið frestað í byrjun mánaðarins. Var það gert þar sem beðið var eftir niðurstöðu dómskvadds mats­manns vegna frek­ari grein­ing­ar á kókaín­inu sem menn­irn­ir eru ákærðir fyr­ir að hafa smyglað.

Anna Barbara segir að aðalmeðferðin hefjist á fimmtudaginn, en verði svo frestað þar sem enn sé beðið eftir matsgerðinni.

Í síðustu viku var greint frá því að Landsréttur hefði staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að hafna beiðni ákæruvaldsins um að sakborningar málsins þyrftu að víkja úr dómsal meðan aðrir sakborningar gæfu skýrslu. Taldi ákæruvaldið að þeir gætu samræmt framburð sinn og að framburður sumra gæti orðið öðruvísi ef allir væru viðstaddir í salnum. Þessum röksemdum hafnaði dómstóllinn og geta því allir sakborningar verið í salnum meðan málið er flutt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka