„Langkaldasta janúarbyrjun á öldinni í Reykjavík“

Það er búið að vera ískalt að undanförnu.
Það er búið að vera ískalt að undanförnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er langkaldasta janúarbyrjun á öldinni í Reykjavík,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem fjallar um fyrri hluta janúar á veðurbloggi sínu, sem hann segir að hafi verið óvenjukaldur.

Fram kemur, að meðalhiti í Reykjavík hafi verið -3,2 stig, -3,9 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020.

„Þetta er langkaldasta janúarbyrjun á öldinni í Reykjavík, en hlýjast var aftur á móti í janúar 2002, meðalhiti þá +4,2 stig. Á langa listanum er hitinn í 131. hlýjasta sæti (af 151) og er sá lægsti síðan 1984. Þá var hins vegar nokkuð illviðrasamt, en nú hefur lengst af farið allvel með veður um meginhluta landsins - að minnsta kosti. Hlýjastur var fyrri hluti janúar 1972, meðalhiti þá +5,9 stig, en kaldast var 1918, meðalhiti -9,5 stig,“ segir í umfjöllun Trausta.

Þá segir hann, að á Akureyri hafi meðalhiti nú verið hærri en í Reykjavík, eða -2,5 stig, -1,8 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -2,5 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.

Trausti bendir enn fremur á, að þetta sé kaldasta janúarbyrjun aldarinnar við Faxaflóa, á Ströndum og Norðurlandi vestra, og á Suðaustur- og Suðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka