Á næstu dögum mun Landsnet setja upp nýjan eldingavara á Reykjanesi. Er þetta gert í ljósi bilunarinnar sem olli því að rafmagnslaust var á svæðinu í rúmlega tvo og hálfan tíma.
Í tilkynningu frá Landsneti á Facebook segir að tengt hafi verið fram hjá eldingavaranum í gær til að koma rafmagni á eins fljótt og mögulegt var.
Því verði nýr eldingavari settur upp á næstu dögum í samráði við veitur á svæðinu.
„Til að hægt sé að fara í viðgerðina verður að taka Suðurnesjalínu 1 úr rekstri. Það þarf að velja tímann vel og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma i veg fyrir atburð eins og í gær.“