Geta fundið fyrir lækkuðum þrýstingi á heitu vatni

Íbúar eru hvattir til þess að fara vel með varmann.
Íbúar eru hvattir til þess að fara vel með varmann. mbl.is/Heiddi

Mikið álag hefur verið á hitaveitunni í kuldatíðinni sem nú hefur staðið yfir frá því í byrjun desember. Íbúar á einhverjum svæðum höfuðborgarsvæðisins geta fundið fyrir lækkun á þrýstingi vegna mikillar notkunar á heitu vatni þessa dagana.

Veitur þurfa því að skerða vatn til sumra stórnotenda á höfuðborgasvæðinu á morgun, það er til allra sundlauga og baðlóna, en húshitun er í forgangi. Veitur vonast til þess að með hlýrra veðri á föstudag muni ekki þurfa að skerða vatnið lengur en fram yfir hádegi á föstudag.

Fólk er hvatt til þess að fara vel með varmann, athuga með þéttingar á gluggum og hurðum, tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka