Læknir sem sætir rannsókn hefur störf að nýju

Læknirinn starfar ekki með sjúklingum.
Læknirinn starfar ekki með sjúklingum. mbl.is/Jón Pétur

Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um að hafa valdið ótímabærum dauðsföllum sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur hafið störf á Landspítalanum að nýju. Rúv greinir frá.

Meintu brotin eru talin hafa átt sér stað á árunum 2018 til 2020 og fór læknirinn í leyfi í maí í fyrra eftir umfjöllun fjölmiðla.

Í umfjöllun Rúv segir að læknirinn hafi verið sviptur starfsréttindum sínum en endurheimt þau að hluta. Fyrr í þessum mánuði hafi hann svo fengið útgefið rýmra starfsleyfi. Nú starfi hann á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi en ekki með sjúklingum.

Lögreglan á Suðurnesjum er að leggja lokahönd á rannsókn sína í málinu og verður það sent til ákærusviðs síðar í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert