Loka sundlaugum vegna skorts á heitu vatni

mbl.is/Sigurður Bogi

Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni.

Reykjavíkurborg hefur því tekið ákvörðun um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun fimmtudag segir í tilkynningu. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag, miðvikudaginn 18. janúar.

„Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert