Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði reglugerð um heimild lögreglu til þess að nota rafvarnarvopn skömmu fyrir áramót. Hún tekur gildi á næstu dögum þegar hún verður birt í Stjórnartíðindum.
Jón staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði lögreglu þegar hafa hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá er verið að undirbúa innkaup á þeim, en að líkindum verður það gert með útboði.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.