Skoðar hvort vísa eigi hryðjuverkahlutanum frá

Frá þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu í dag.
Frá þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómari í hryðjuverkamálinu svokallaða tilkynnti í dómssal í dag að hann hygðist taka upp hjá sjálfum sér frumkvæðisathugun á formhlið málsins og taka afstöðu til þess hvort að tilefni sé að vísa frá ákæruliðum er snúa að skipulagi hryðjuverka. 

Dómari hafði áður spurt verjendur sakborninganna tveggja hvort að ágreiningur væri um formhlið þess. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sinda Snæs Birgissonar, svaraði að enn væri ekki útséð um að ekki yrði gerð frávísundarkrafa. 

Dómari sagðist telja mikilvægt að fyrir lægi hvort að formgalli væri á ákærunni áður en lengra væri haldið og tilkynnti þá að hann hygðist athuga það sérstakleg. 

Þinghald þar sem fjallað verður um formhlið ákærunnar fer fram á fimmtudaginn í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert