Tilkynnt um 22 nauðganir mánaðarlega

Tilkynnt var um 22 nauðganir á mánuði árið 2022.
Tilkynnt var um 22 nauðganir á mánuði árið 2022. mbl.is/Unnur Karen

Tilkynntar voru að jafnaði 22 nauðganir á mánuði til lögreglunnar á árinu 2022. Stafrænum kynferðisbrotum fjölgaði þá um helming miðað við árið 2021, að því er fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot, en þau voru 52 talsins árið 2022.

Í 40% tilvika var myndefni dreift eða það birt í afmörkuðum hópi, í 27% tilvika var myndefni útbúið eða aflað og í 15% tilvika var myndefni dreift eða birt opinberlega. Í færri tilvikum var öðru efni dreift eða birt í afmörkuðum hópi, myndefni falsað eða öðru efni dreift eða það birt opinberlega.

Skráðum brotum hjá lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum sem áttu sér stað árið 2022 fækkaði um helming, samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára og voru þau 52 talsins. 

Alls var tilkynnt um 114 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála svipaður. Nánari tölfræði er að finna á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert