238 andlát vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins

Bólusetningar höfðu mikil áhrif á að draga úr veikindum.
Bólusetningar höfðu mikil áhrif á að draga úr veikindum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls urðu 238 andlát vegna nýju kórónuveirunnar frá upphafi faraldursins 2020 og til loka nóvember 2022. Þar af urðu 199 andlát vegna Covid-19 fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Árið 2020 varð 31 andlát og árið 2021 voru þau átta. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var spurð hvers vegna andlátum af völdum Covid-19 hefði fjölgað svo mikið í fyrra.

„Árin 2020 og 2021 voru töluverðar en þó mismiklar takmarkanir í gangi í samfélaginu. Bólusetning hófst í desember 2020 en gert var átak í örvunarbólusetningum veturinn 2021. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem hefur meiri smithæfni, tók yfir af delta-afbrigði sem ríkjandi afbrigði í desember 2021 til janúar 2022. Fengum við þá stærstu bylgju Covid-19 hingað til. Samkomutakmörkunum og takmörkunum á landamærum var svo aflétt í lok febrúar 2022. Í júlí 2022 kom önnur en minni ómíkron-bylgja. Síðan þá hefur smitum fækkað en eru þó enn viðvarandi og fjöldi greindra á dag hefur verið nokkuð stöðugur frá í ágúst/september 2022,“ segir í svari sóttvarnalæknis.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert