38% segjast hafa fjárhagsáhyggjur

Félagsmenn Einingar-Iðju, stærsta stéttarfélagsins utan höfuðborgarsvæðisins, eru á níunda þúsund …
Félagsmenn Einingar-Iðju, stærsta stéttarfélagsins utan höfuðborgarsvæðisins, eru á níunda þúsund talsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarlaun félagsmanna í stéttarfélaginu Einingu-Iðju á Akureyri hækkuðu um tæp sjö prósent á milli áranna 2021 og 2022 og voru meðtaltalslaunin um 616 þúsund seint á seinasta ári en launin voru þó mjög mismunandi eftir starfshópum eða allt frá 469 þúsund meðal stuðningsfulltrúa og skólaliða og upp í rúm 700 þúsund að jafnaði hjá fólki í sérfræði- og skrifstofustörfum og verkstjórum.

Þetta má sjá í niðurstöðum kjarakönnunar sem Gallup gerði fyrir félagið en hún var gerð um svipað leyti og Lífskjarasamningarnir runnu út og skömmu áður en skrifað var undir nýju kjarasamningana.

Ef þróun heildarlauna er borin saman við svör í fyrri könnunum kemur í ljós að meðalheildarlaun hafa hækkað um tæp 18% frá 2019 en Lífskjarasamningarnir voru gerðir á því ári.

Félagsmenn Einingar-Iðju, stærsta stéttarfélagsins utan höfuðborgarsvæðisins, eru á níunda þúsund talsins. Þegar spurt var um grunnlaun eða dagvinnulaun kom í ljós að þau voru undir 400 þúsund kr. á mánuði í september sl. hjá tæplega 20% svarenda. Um 43% voru með grunnlaun á bilinu 400-499 þúsund.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert