Urður Egilsdóttir
Aðalmeðferð fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra kókaínmálinu svokallaða. Fjórir menn eru taldir hafa reynt að smygla inn tæplega 100 kg af kókaíni til landsins í timbursendingu.
Sakborningarnir huldu andlit sitt er þeir komu inn í dómssal í morgun en dómari í málinu tilkynnti að fjölmiðlum væri óheimilt að greina frá framgangi mála í dómsal fyrr en skýrslutöku í málinu væri lokið. Málið er á dagskrá dómstólsins til klukkan 16 í dag.
Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa haft umtalsverðar óútskýrðar tekjur sem talið er að þeir hafi aflað sem ávinnings af refsiverðum brotum eða með öðrum ólögmætum eða refsiverðum hætti. Eru upphæðirnar frá 13 upp í 17 milljónir á hvern einstakling.
Sakborningarnir í málinu eru þeir sakaðir
Mennirnir hafa setið í gæsluvarðandi síðan þeir voru handteknir, 4. ágúst í fyrra. Enginn þeirra á að baki sakaferil að ráði.