Boða breytingar eftir dauðsfall á geðdeild

Spítalinn harma andlát sjúklingsins og vottar aðstandendum samúð sína.
Spítalinn harma andlát sjúklingsins og vottar aðstandendum samúð sína. mbl.is/Hjörtur

Í kjöl­far dauðsfalls á geðdeild Land­spít­al­ans í ág­úst árið 2021 hafa ýms­ir ann­mark­ar á þjón­ust­unni orðið ljós­ir. Á það meðal ann­ars við um mönn­un inn­an geðþjón­ust­unn­ar og þátt­um sem snúa að þverfag­legri sam­vinnu inn­an spít­al­ans í þjón­ustu við ein­stak­linga með geðsjúk­dóma, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­stjóra á vef spít­al­ans.

Embætti héraðssak­sókn­ara ákærði hjúkr­un­ar­fræðing á dög­un­um fyr­ir mann­dráp í op­in­beru starfi. Hjúkr­un­ar­fræðingn­um er gert að hafa svipt konu á sex­tugs­aldri lífi með því að hafa þvingað ofan í hana nær­ing­ar­drykk sem hún svo kafnaði á. 

Spít­al­inn harm­ar and­lát sjúk­lings­ins og vott­ar aðstand­end­um samúð sína. 

Fór strax í um­bæt­ur

Spít­al­inn seg­ir í til­kynn­ingu sem birt­ist fyr­ir skömmu að strax eft­ir at­vikið hafi verið ráðist í um­bæt­ur inn geðþjón­ust­unn­ar. Heil­brigðis­menntuðu starfs­fólki á vökt­um hafi verið fjölgað, innra skipu­lagi þjón­ust­unn­ar breytt og stoðþjón­usta við deild­ir auk­in.

„Með mark­viss­um um­bót­um er eft­ir fremsta megni reynt að tryggja að sá lær­dóm­ur sem draga má af þessu hörmu­lega at­viki leiði til auk­ins ör­ygg­is fyr­ir sjúk­linga og starfs­fólk okk­ar með skýr­ara verklagi, betri starfsaðstæðum og auk­inni þjálf­un starfs­fólks,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir einnig að það sé mat spít­al­ans að þær um­bæt­ur sem hafa átt sér stað á starf­sem­inni séu til þess falln­ar að draga veru­lega úr hættu á al­var­leg­um at­vik­um og auka ör­yggi sjúk­linga.

Lesa má til­kynn­ingu Land­spít­al­ans í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka