Sveitirnar klárar ef á þeim er þörf

Búist er við vonsku veðri á morgun og Veðurstofan varar …
Búist er við vonsku veðri á morgun og Veðurstofan varar við asahláku. Ljósmynd/Landsbjörg

Gul veðurviðvörun verður í gildi í öllum landshlutum á morgun og á laugardag, Veðurstofa Íslands spáir vonskuveðri og varar við asahláku.

„Sveitirnar eru klárar og ef á þeim þarf að halda verða þær kallaðar út,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurlandi varaði við slæmu ferðaveðri.

Jón Þór kveðst ekki vera með upplýsingar um hvort að gripið verði til ráðstafana á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs í nótt en þar gæti orðið ófært. Það væri í höndum Vegagerðarinnar að ákveða slíkt. 

Þá er einnig búið að vara við slæmu ferðaveðri á Hellisheiði í nótt og fram undir morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert