Svíar senda vopn til Úkraínu

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, greindi frá ákvörðuninni á blaðamannafundi.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, greindi frá ákvörðuninni á blaðamannafundi. AFP

Sænsk stjórnvöld greindu frá því í dag að þau ætli að senda Archer-vopnabúnað til Úkraínu. Um er að ræða færanlegar fallbyssur sem stjórnvöld í Úkraínu óskuðu eftir í stríðsátökunum við Rússa.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi að sænska ríkisstjórnin hefði sammælst um að útvega Úkraínumönnum hernarðarlegan stuðning í þremur hlutum.

Sá fyrsti væri að senda Archer-vopnabúnað til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert