Bygging mölunarverksmiðju dótturfélags þýska sementsframleiðandans Heidelberg í Þorlákshöfn kann að hafa umtalsverð umhverfisáhrif, að mati Skipulagsstofnunar, og hafa áhrif á íbúa bæjarins auk þeirra sem eiga leið um áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Þess vegna eigi framkvæmdin að fara í gegnum umhverfismat.
Áformað er að byggja verksmiðjuna á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn, á lóð sem fyrirtækið hefur fengið úthlutaða. Flytja á hráefni í verksmiðjuna úr námum í Lambafelli og Litla-Sandfelli í Þrengslum auk þess sem verið er að kanna möguleika á að nýta efni úr sjónum í nágrenni Landeyjahafnar og landa því í Þorlákshöfn. Efnið verður fínmalað í verksmiðjunni og flutt úr landi til notkunar sem íauki í sementsframleiðslu í verksmiðjum Heidelberg Materials.
Ráðgert er að í fyrsta áfanga verði sett upp aðstaða til að framleiða um 1,5 milljónir tonna á ári og í öðrum áfanga myndi annað eins magn bætast við, þannig að heildarframleiðslan verði þrjár milljónir tonna.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.