Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í bíl í bílastæðahúsinu við Þingholtsstræti í gærkvöldi.
„Tilkynnt var um sprengingu í þessu hverfi og svo kom í ljós að það væri bíll að brenna í bílastæðahúsi. Þegar við komum á staðinn var bíllinn alelda í bílastæðahúsinu. Ekkert hægt að gera nema að slökkva eldinn,“ segir vakthafandi varðstjóri í samtali við mbl.is. En bæði lögreglan og slökkviliðið segir að um rafbíl hafi verið að ræða.
Hann segir að ekki sé sérstök ástæða til að ætla að um íkveikju sé að ræða. Heppni hafi verið að eldurinn hafi ekki skemmt mikið út frá sér og að aðrir bílar hafi ekki verið nálægt og að slökkvistarf hafi verið um hálftíma.
Uppfært: