„Miklu afrennsli er spáð niður í Krossá í Þórsmörk og þaðan í Markarfljót,“ segir í færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, á Facebook-síðu hans í gærkvöldi.
Þar birtir hann kort yfir uppsafnað rennsli, bæði leysingar og fljótandi úrkomu, fyrir landið til frá klukkan 18 í dag til hádegis á laugardaginn.
Á kortinu má sjá verulegt afrennsli á Suðurlandi. Ef marka má kortið stefnir í allt að 72 mm rennsli nærri Hvítárvatni. Það samsvarar 72 lítrum á fermeter.
Rennslið verður þó mest í Markarfljóti, yfir og um 150 mm þar sem mest verður.
„Þegar rennsli eykst skyndilega í stokkísuðu vatnsfalli lyftist vatnsborðið, flaumurinn eyskt og ísinn brotnar upp. Með öðrum orðum áin ryður sig. Flekar af ís flæmast niður efir farveginum og geta hæglega valdið stíflum og/eða breytt farvegum.“