„Rigndi bókstaflega inn“

Rúman klukkutíma tók að stöðva lekann í Fossvogsskóla.
Rúman klukkutíma tók að stöðva lekann í Fossvogsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúman klukkutíma tók að stöðva lekann í Fossvogsskóla en í tölvupósti sem skólinn sendi foreldrum nemenda sagði að „á tímabili var sem það rigndi bókstaflega inn“.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn en ekki var þörf á frekari aðstoð þess þar sem búið var að hringja eftir aðstoð verktaka. Fjarlægðu þeir snjó, ís og vatn af vesturhlið hússins. Þá voru allar tiltækar fötur og tuskur notaðar til að stöðva lekann. 

Um 150 börn á miðstigi voru send heim en leka tók klukkan hálf tíu í morgun. 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn en ekki var þörf á …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn en ekki var þörf á frekari aðstoð frá þeim þar sem búið var að hringja eftir aðstoð verktaka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjarlægja og endurnýja skemmt byggingarefni

Þá segir í tölvupóstinum að búið sé að fjarlægja allar blautra loftplötur og verður unnið að því í dag og um helgina að fjarlægja og endurnýja annað skemmt byggingarefni.

Það verður þó að taka fram að tjónið telst sem betur fer óverulegt.“

Skóla­bygg­ing Foss­vogs­skóla hef­ur ný­lega verið gerð upp eft­ir langvar­andi myglu­ástand …
Skóla­bygg­ing Foss­vogs­skóla hef­ur ný­lega verið gerð upp eft­ir langvar­andi myglu­ástand vegna leka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skóla­bygg­ing Foss­vogs­skóla hef­ur ný­lega verið gerð upp eft­ir langvar­andi myglu­ástand vegna leka. 

Í tölvupóstinum segir að það líti út fyrir að það sem gerðist í morgun tengist hönnun á þakrennum á vesturhliðinni og „er þessa stundina verið að vinna að úrbótum þannig að þetta gerist ekki aftur. Þá verður farið í ítarlega skoðun á því hvernig þetta gat gerst á svona nýrri byggingu og unnið að því með hönnuðum, eftirlitsaðilum og öðrum til að tryggja að svona tjón verði ekki aftur.

Stefnt er að því að skólastarf verði með óbreyttu sniði á mánudagsmorgun.

Allar tiltækar fötur og tuskur voru notaðar.
Allar tiltækar fötur og tuskur voru notaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert