Talið er að tíu prósent þeirra sem fengið hafa Covid finni fyrir langtímaeinkennum og eitt prósent upplifi langvarandi alvarleg einkenni. Jonas Bergquist, læknir í Svíþjóð, hefur rannsakað ME-sjúkdóminn um langt skeið og rannsakar nú einnig langvarandi eftirstöðvar Covid en líkindi eru á milli sjúkdómanna.
„Við sjáum líkindin en það er kannski fullsnemmt að segja að það sé sami hluturinn. Við erum að skoða sjúklinga úr fyrstu bylgjunni árið 2020 og höfum nokkuð góða vitneskju um hvernig þeim hefur reitt af,“ segir Bergquist í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
„Við sjáum að 10% af öllum sem fengu Covid upplifa einhver einkenni sem geta varað í nokkurn tíma og af þeim eru 10%, eða 1% af öllum sem fá Covid, sem upplifa langtímaeinkenni sem geta orðið krónísk.“
Nánar í Sunnudagsblaðinu, sem fylgir Morgunblaðinu í dag.