Akureyringar vöknuðu margir við litadýrð í morgun, þegar litið var til himins, en þar hefur mátt sjá fögur glitský liðast um heiðhvolfið.
Glitský sjást helst um miðjan vetur, við sólaruppkomu eða sólarlag, en kjörskilyrði til myndunar þeirra er þegar mjög kalt verður í heiðhvolfinu, eða um 70 til 90 gráða frost
Skýin eru mynduð úr ískristöllum sem beygja sólarljósið og mynda þannig kærkomna litadýrð í rökkrinu.
Margir hafa reynt að fanga þetta listaverk náttúrunnar á mynd og hefur mbl.is fengið leyfi til að birta nokkrar þeirra.
Náðirðu mynd af glitskýjunum? Sendu okkur mynd á netfrett@mbl.is.