Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabankans, hefur beðist lausnar frá starfi og mun láta af störfum í vor.
Hún hefur gegnt starfinu í 11 ár, fyrst sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 2012.
Hún segir í samtali við Morgunblaðið tímabært að láta starfið í hendurnar á öðrum enda telji hún 10-12 vera hæfilegan tíma.
Þá ræðir hún einnig um það hvernig sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hefur gengið.