Tveir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild í dag eftir umferðarslys við Kringluna.
Tilkynning um slysið barst um klukkan sex í dag en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um aftanákeyrslu að ræða.
Eru bílarnir báðir óökuhæfir eftir slysið.