Efling boðar tíðindi í kvöld

Frá skrifstofum Eflingar nú í kvöld.
Frá skrifstofum Eflingar nú í kvöld. mbl.is/Óttar

Fundur samninganefndar Eflingar hófst rétt í þessu. Von er á tilkynningu frá nefndinni eftir skamma stund.

Þetta staðfesti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is rétt fyrir fundinn.

Sólveig hefur áður gefið til kynna að boðað verði til verkfalla í afmörkuðum hópum innan stéttarfélagsins.

Einungis þeir sem tilheyra þeim hópum myndu greiða atkvæði um hvort boða eigi slík verkföll.

Miðar voru hengdir upp í anddyri byggingarinnar og víðar.
Miðar voru hengdir upp í anddyri byggingarinnar og víðar. mbl.is/Óttar

Tveir fundir í Guðrúnartúni

Fyrir fund nefndarinnar sagði Sólveig Anna við blaðamann mbl.is að til stæði að annar fundur myndi hefjast beint að loknum þeim fundi. Ekki liggur fyrir hvaða fundur það er.

Uppfært kl. 20.57:

Upphaflega var greint frá því að mögulega stæði til að boða starfsfólk Íslandshótela í verkfall þar sem miðar höfðu verið hengdir upp við innganginn að skrifstofum Eflingar í Guðrúnartúni og í lyftu hússins. Á þeim var starfsfólki Íslandshótela bent á að fundur þess yrði haldinn á fjórðu hæð byggingarinnar. Þeir miðar hafa nú verið teknir niður.

Mögulegt er að umræddur fundur hafi átt sér stað fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert