Eiga eftir að tæma eina vél

Frá aðgerðunum á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag.
Frá aðgerðunum á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Enn á eftir að tæma eina flugvél Icelandair sem lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Flugvélin var á leið frá Boston og lenti hún klukkan 5.37 í morgun. Alls hafa farþegarnir því verið um borð í vélinni í rúma sautján klukkutíma, en flugið frá Boston er rúmir fimm klukkutímar.

Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Átta flugvélar Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þær komu allar frá Norður-Ameríku. 

Hófu aðgerðir á ný kl. 16

Fyrr í dag aðstoðuðu björgunarsveitir á Suðurnesjum við að ferja fólk úr flugvélunum. Þrátt fyrir að fjöldi fólks væri enn um borð í vélunum hafa björgunarsveitir hætt störfum.

Upp úr klukkan fjögur í dag hófust aðgerðir á ný og eins og áður sagði er búið að tæma allar vélar nema eina. Lendingartíma vélanna má sjá hér að neðan:

  • Boston kl. 05.37 
  • Orlando kl. 05.59
  • New York JFK kl. 05.53
  • New York Newark kl. 05.39
  • Seattle kl. 06.14
  • Toronto kl. 06.38
  • Washington Dulles kl. 06.28
  • Chicago kl. 09.46
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert