Eldur kom upp í Hagavagninum

Búið er að slökkva mestan eld.
Búið er að slökkva mestan eld. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kom upp í Hagavagninum sem stendur skammt frá Vesturbæjarlauginni og eru tvær stöðvar frá slökkviliðinu að störfum þar núna.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva allan stóran eld en hann náði að læsa sig í þakið svo verið er að rjúfa það til að ganga úr skugga um að það sé ekki eldhreiður í þakinu. 

Tilkynningin bars slökkviliðinu fyrir hálftíma og hefur slökkvistarf gengið vel.

Uppfært klukkan 07:25

Búið er að slökkva eldinn en það er enn mannskapur á vettvangnum til að tryggja að hann taki sig ekki upp aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka