Föst um borð í flugvél í sjö klukkutíma

Vélin hefur verið föst á Keflavíkurflugvelli í rúma fjóra klukkutíma.
Vélin hefur verið föst á Keflavíkurflugvelli í rúma fjóra klukkutíma. Ljósmynd/Gréta María

Farþegar í flugvél frá Icelandair sem var að koma frá Seattle hafa verið fastir um borð frá því að vélin lenti klukkan 6.10 í morgun á Keflavíkurflugvelli.

Gréta María Valdimarsdóttir, einn farþeganna, kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hvenær hægt verði að hleypta farþegum út úr vélinni en að ekki sé hægt að nota rampinn í svona vonskuveðri.

Mikill hristingur um borð

Að sögn Grétu er mikill hristingur um borð í vélinni sökum hvassviðrisins og minnir það helst á ókyrrð í lofti. „Það er mikill vindur þannig flugvélinn er á svolítilli ferð. Manni líður jafnvel stundum eins og vélin gæti dottið á hliðina,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Gréta María var á leið til Íslands frá Los Angeles ásamt samstarfsfólki sínu sem hún hafði verið með úti í vinnuferð. Hópurinn lagði af stað klukkan þrjú að íslenskum tíma frá hótelinu sínu í gær og var fyrsta flugið frá Los Angeles til Seattle. Síðan tók við sjö tíma flug til Íslands og er því vægast sagt langt ferðalag að baki.

Heppilegt er að vélin var ekki þéttsetin svo farþegar hafa nú smá pláss til að teygja úr sér. Gréta segir flugfreyjur og flugþjóna um borð hafa lagt sig fram við að koma til móts við farþegana og m.a. fært þeim drykkjarföng. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert