Hvellurinn verstur á Suðurlandi og Faxaflóa

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi.
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það gengur á með hvassviðri eða stormi um allt land í dag og með mjög lélegu skyggi í dimmum éljum. Fólki er bent á að sýnda varkárni og fylgjast með veðurspám og færð.

Hvellurinn verður verstur á Suðurlandi og Faxaflóa og í hámarki undir hádegi. Gular og appelsínugular verðuviðvaranir eru í gildi á suðvesturhorni landsins. Þar er spáð suðvestan og vestan 18 til 28 m/s og verður hvassast syðst. Líkur eru á samgöngutruflunum, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Þá má reikna með að él nái að falla sums staðar á austurlandi, einkum á fjallvegum. Það dregur fljótt úr éljum vestantil síðdegis, en það mun ekki draga almennilega úr veðurhæðinni fyrr en í kvöld og einnig mun létta til.

Hiti á landinu í dag verður nálægt frostmarki, en vægt frost inn til landsins. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert