Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir í öllum landsfjórðungum í dag.
Það gengur á með hvassviðri eða stormi um allt land og með mjög lélegu skyggi í dimmum éljum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám og færð. Hvellurinn verður verstur á Suðurlandi og Faxaflóa og í hámarki undir hádegi.
Uppfært klukkan 10:05
Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni verða veðurviðvaranir í öllum landshlutum í dag.
Appelsínugul veðurviðvörun er á suðvesturhorni landsins þar sem búið er að spá Suðvestan og vestan 18 til 28 m/s með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Líkur eru á samgöngutruflunum.
Búið er að loka vegum víða á landinu og er til skoðunar hvort að loka þurfi Reykjanesbrautinni en búast má við miklu hvassviðri og blindu.