Hátt í helmingur starfsfólks í annað hús vegna myglu

Hús Landsvirkjunar.
Hús Landsvirkjunar. Ljósmynd/Landsvirkjun

Hátt í helmingur starfsfólks á skrifstofu Landsvirkjunar á Háaleitisbraut hefur þurft að færa sig í skrifstofuhúsnæði annars staðar eða vinna að heiman vegna myglu sem greinst hefur í húsinu. 

Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir í samtali við mbl.is að raki mælist í útveggjum, á austurhlið hússins sérstaklega, en fyrst var greint frá myglunni á RÚV

„Þetta ágæta hús okkar er 60 ára gamalt og það er greinilega farið að gefa sig fyrir veðrum og vindum,“ segir Ragnhildur. 

Nokkrar tegundir myglugróa

Hún segir að ein hæð hússins hafi verið rýmd og skrifstofuhúsnæði úti í bæ hafi verið leigt og „í þessum töluðu orðum er verið að vinna áframhaldandi rannsóknir á útbreiðslu“.

Ragnhildur segir að um nokkrar tegundir myglugróa sé að ræða, mishættulegar þó. 

„Það hefur mætt á austurhliðinni og suðurhliðinni að hluta. Þar greinist helst rakinn. En það á eftir skoða betur hvort að gluggar séu orðnir lélegir eða hvernig standi á þessu.“

„En til að vera alveg viss, þar sem við tökum enga áhættu með heilsu starfsfólks, þá höfum við boðið fólki að færa sig eða vinna heima á þeim stöðum sem við erum búin að fá vondar niðurstöður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert