Lögreglumenn báru vitni í stóra kókaínmálinu

Páll Jóns­son er á sjötugsaldri. Hann flutti inn timbrið sem …
Páll Jóns­son er á sjötugsaldri. Hann flutti inn timbrið sem kókaínið var falið í. mbl.is/Hákon

Lögreglumenn og önnur vitni báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag.

Á fimmtudag hófst aðalmeðferð í málinu þar sem sakborningarnir fjórir í málinu báru sinn vitnisburð.

Fjölmiðlum er óheimilt að greina frá skýrslutökunum fyrr en þeim er öllum lokið. Þær munu halda áfram 9. febrúar og er gert ráð fyrir að þeim ljúki þann dag.

10. febrúar fer síðan fram málflutningur saksóknara og verjanda.

Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Birg­ir Hall­dórs­son eru á aldr­in­um 27 ára til 67 ára og eru þeir sakaðir um, ásamt óþekkt­um aðila, að hafa ætlað að flytja inn 99,25 kíló af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu með viðkomu í Hollandi, þar sem fíkni­efn­in voru hald­lögð af yf­ir­völd­um. Efn­in voru fal­in í sjö trjá­drumb­um.

Daði var fjarverandi þinghald í dag vegna veikinda.

Frá dómssal í morgun.
Frá dómssal í morgun. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka