Orlofið gæti farið fyrir dómstóla

Friðrik Jónsson, formaður BHM.
Friðrik Jónsson, formaður BHM. Ljósmynd/BHM

Ríkisstarfsmenn, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki tekið sér uppsafnað frí áður en nýtt orlofstímabil hefst þann 1. maí, gætu misst þann orlofsrétt ef samkomulag næst ekki meðal stéttarfélaga og ríkisins.

Viðræður eru í gangi um túlkun á ákvæði um afskriftir orlofsdaga. Núgildandi kjarasamningar gera ráð fyrir að orlofsdagar fyrnist, séu þeir ekki nýttir.

„Ég held að þetta eigi mögulega eftir að koma til kasta, jafnvel dómstóla, síðar meir,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM um málið. Segir hann að þegar hafi komið upp dæmi um slíkan ágreining á síðasta ári, þegar fyrst var farið að afskrifa orlof.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka