SA birta tilboðið til Eflingar á pólsku

Frá fundi Samtaka atvinnulífsins með samninganefnd Eflingar áður en viðræður …
Frá fundi Samtaka atvinnulífsins með samninganefnd Eflingar áður en viðræður sigldu í strand. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins (SA) birtu fyrir helgi á vef sínum samningstilboð sitt til Eflingar á pólsku. Það er heyrir til undantekninga að SA birti samningstilboð sín opinberlega en samtökin höfðu þó áður birt samningstilboðið á íslensku á vef sínum þegar viðræður sigldu í strand.

Stór hluti meðlima Eflingar eru pólskumælandi og ætla má að samningstilboðið sé birt á bæði pólsku og íslensku á vef samtakanna til að tryggja upplýsingaflæði með réttum hætti.

SA hefur lagt til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar-stéttarfélags og þegar hefur verið samþykktur af 18 af 19 aðildarfélögum SGS. Fram kemur í kynningunni að SA séu áfram tilbúin til viðræðna við Eflingu um aðlögun innan kostnaðarramma SGS samningsins og þeirra meginlína sem samningur markar. SA hafði boðið Eflingarfólki að kjarasamningurinn gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022 en forsenda þess var að nýr kjarasamningur yrði undirritaður fyrir 11. janúar sl. Það gekk sem kunnugt er ekki eftir.

Hægt er að lesa tilboðið á pólsku HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka