Bestu hús allra tíma en oft hræðilegur frágangur

Horft yfir höfuðborgarsvæðið.
Horft yfir höfuðborgarsvæðið. mbl.is/Golli

Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur hjá RK Design, segir að hús sem nú séu byggð séu eðlisfræðilega bestu hús sem hafi nokkurn tímann verið byggð. Það er að segja ef þau eru hönnuð og byggð rétt.

Ríkharður flutti erindið „Fúsk“ á ráðstefnu um rakaskemmdir og myglu í Háskóla Reykjavíkur í gær, sem haldin var til heiðurs honum. 

Ættum að framleiða okkar eigið sement

Hann nefndi að frágangur á nýjum byggingum nú væri oft „hræðilegur“ og að það væri dýr misskilningur að gluggar væru ekki vandamálið þar sem oft kæmist vatn á bak við klæðningar þeirra. 

Ríkharður sagði að hann hefði talað um illa unnin verk, eða fúsk, í byggingageiranum í 45 ár. Sagði hann umfjöllun sína aftur á móti engu hafa breytt. 

Þá nefndi Ríkharður að Íslendingar ættu að framleiða sitt eigið sement, þar sem sementið sem sé flutt inn sé ekki endilega búið undir íslenskar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert