Skilur gagnrýni á skipun forseta

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipun Sultans Ahmeds Al Jabers í embætti forseta Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok þessa árs, hefur verið gagnrýnd harðlega af umhverfisverndarsinnum, m.a. Gretu Thunberg, sem efndi til mótmæla í Davos í Sviss í liðinni viku.

Sultan Ahmed Al Jaber er forstjóri olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmanna en á einnig sæti í heiðursráði Arctic Circle, Hringborði norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarformaður Arctic Circle og fv. forseti Íslands, segist skilja þessa gagnrýni en hún sé byggð á vanþekkingu.

Sultan Ahmed Al Jaber.
Sultan Ahmed Al Jaber.

„Ég er búinn að þekkja Sultan Al Jaber í 17 ár og hef verið samstarfsmaður hans í 15 ár. Staðreyndin er sú að það eru fáir menn í veröldinni sem á undanförnum 10-15 árum hafa látið jafn ríkulega að sér kveða í þágu hreinnar orku og umhverfismála eins og hann,“ segir Ólafur Ragnar. Í heiðursráði Arctic Circle er einnig rússneski vísindamaðurinn Artur Chilingarov. Hann á sæti á rússneska þinginu og er á svörtum lista bandarískra stjórnvalda fyrir stuðning við stríðið í Úkraínu. Ólafur Ragnar segist engar kröfur hafa heyrt um að víkja Chilingarov úr heiðursráðinu. Engar ákvarðanir séu teknar af þessu ráði, enda sé Rússinn þarna eingöngu sem vísindamaður. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert