Krapaflóð féll á Patreksfirði

Á myndinni má sjá ummerki um flóðið sem féll um …
Á myndinni má sjá ummerki um flóðið sem féll um klukkan 10 í morgun. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson

Krapa­flóð féll á tí­unda tím­an­um í dag á Pat­reks­firði. Eng­in hús eða mann­eskj­ur urðu fyr­ir flóðinu.

Flóðið féll niður sama far­veg og flóðið sem féll á Pat­reks­firði árið 1983 en er mun minna að um­fangi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um.

Lít­ill snjór er í fjall­inu fyr­ir ofan bæ­inn en mik­il rign­ing. Verið er að meta stöðuna og því hef­ur svæðinu verið lokað. Íbúar eru beðnir um að halda sér fjarri far­vegi flóðsins þar sem ekki er hægt að úti­loka frek­ari flóð. Ekki er tal­in þörf á rým­ingu eins og staðan er núna.

Búið er að virkja sam­hæf­ing­ar­stöð í Skóg­ar­hlíð og búið er að lýsa yfir hættu­stigi al­manna­varna á Pat­reks­firði. Þá hef­ur rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Vest­fjörðum lýst yfir hættu­stigi al­manna­varna vegna krapa­flóðsins.

Á sunnu­dag­inn voru 40 ár liðin frá mann­skæðu krapa­flóði á Pat­reks­firði 22. janú­ar 1983, en þá fór fram minn­ing­ar­at­höfn vegna þeirra fjög­urra sem létu lífið, auk þess sem að eigna­tjón var veru­legt.

Frá Patreksfirði. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum.
Frá Pat­reks­firði. Mynd­in er tek­in fyr­ir nokkr­um dög­um. mbl.is/​Guðlaug­ur J. Al­berts­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka