Tjáir sig ekki um vantraust

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari kveðst ekki ætla að tjá sig um ályktanir miðstjórnar ASÍ og stjórnar Eflingar þar sem lýst er rýrð á trausti til embættis ríkissáttasemjara.

Þetta segir Aðalsteinn í samtali við mbl.is.

Fullyrðingum um ólögmæti vísað á bug

Efling lýsti beinlínis yfir vantrausti en í ályktun ASÍ segir að traust á embætti rík­is­sátta­semj­ara hafi skaðast vegna miðlögunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA).

Í samtali við mbl.is vísar hann til tilkynningu embættisins fyrr í dag þar sem fullyrðingum um ólögmæti miðlunartillögunnar er vísað á bug. Tillagan sé úrræði sem ríkissáttasemjara standi til boða til að freista þess að tryggja frið á vinnumarkaði.

Við þær aðstæður sem upp voru komnar í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, þá var það mat mitt, mat embættisins, að það væri óhjákvæmilegt að láta reyna á þetta úrræði,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert