Fagna ákvörðun dómsmálaráðherra

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn og trúnaðarmannaráð Landssambands lögreglumanna fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra um nýjar reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.

Í ályktun sambandsins kemur fram að það hafi um árabil bent á nauðsyn þess að tryggja betur öryggi lögreglumanna í starfi og því sé fagnaðarefni að ráðherra sýni þessum hagsmunamálum lögreglumanna skilning.

„Lögreglumenn eru sú starfsstétt sem býr við flest vinnuslys auk þess sem algengt er að lögreglumaður sé einn á vettvangi og þurfi að takast á við krefjandi og ófyrirséðar aðstæður þar sem langt er í aðra aðstoð,“ segir í ályktuninni.

Þar segir einnig að hlutverk lögreglu sé meðal annars að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu. „Er ákvörðun dómsmálaráðherra til þess fallin að skýra heimildir lögreglu og stuðla þar með að auknu starfsöryggi lögreglumanna og um leið auknu öryggi hins almenna borgara.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka