Margir mæta í örvunarsprautu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á degi hverjum mæta jafnan nokkrir tugir fólks á starfsstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til þess að fá 4. og jafnvel 5. sprautu og örvunarskammt vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að nú sé raunar svo komið að hætt sé að telja númer hvað skammturinn er sem fólk þiggi. Fremur sé horft til aldurs og heilsu fólks og í hvaða færum það sé til að verjast veiru.

„Við hvetjum fólk sextugt og eldra og þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma til að koma í sprautu ef fjórir mánuðir eru liðnir frá þeirri síðustu,“ segir Ragnheiður Ósk. „Við hófum bólusetningar undir þessum formerkjum í núna í september og síðan þá hefur verið þéttur gangur í öllum málum. Fólk mætir þá ýmist á heilsugæslustöðvar úti í hverfunum eða þá hingað í höfuðstöðvar heilsugæslunnar í Álfabakka 14a í Reykjavík.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert