Stjórn Landverndar hefur sent kvörtun til innviðaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðuneytisins vegna skorts á viðbrögðum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Umhverfisstofnunar við loftmengun í Reykjavík.
„Loftgæði í Reykjavík hafa aldrei verið minni og hafa öll viðmið verið sprengd nú strax í upphafi árs 2023. Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og hún veldur ótímabærum dauða fjölda Íslendinga. Stjórn Landverndar telur að staða þessara mála sé algjörlega óviðunandi og stjórnvöld hafa ekki sinnt þeirri skyldu að vernda líf og heilsu borgara vegna mengunar. Leiðir til að draga úr hættulegri loftmengun eru sem betur fer þekktar,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá Landvernd.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.