Ríkissáttasemjari hefur opnað upplýsingavef um miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vef sínum.
Á vefnum er reiknivél þar sem félagsmenn Eflingar geta mátað sig inn í og fengið upplýsingar um hvaða launahækkanir felast í miðlunartillögunni og hvaða afturvirku hækkanir koma til að lágmarki, verði hún samþykkt.
Greint er frá því á vefnum að atkvæðagreiðsla muni hefjast þegar Efling hefur skilað inn kjörgögnum til þess sem sér um kosninguna.
Það hefur Efling þó ekki enn gert.