Leyfi fyrir laufskála við Grund

Talið er að skálinn muni bæta aðstöðuna.
Talið er að skálinn muni bæta aðstöðuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk hjúkrunarheimilisins Grundar að fá að reisa laufskála sunnan aðalbyggingar heimilisins við Hringbraut.

Fram kemur í umsögn verkefnisstjóra embættisins að byggingin á lóð nr. 50 við Hringbraut, hjúkrunarheimilið Grund, hafi verið reist í nokkrum áföngum á árunum 1929-2005. Hún er friðuð samkvæmt rauðum flokki en honum tilheyra einstök hús, húsaraðir eða götumyndir með varðveislugildi.

Bent er á að laufaskálinn/garðskálinn hafi þegar fengið jákvæða umsögn Minjastofnunar. 

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka