Áætlun Baldurs riðlast vegna veðurs

Ferjan Baldur við bryggju.
Ferjan Baldur við bryggju. mbl.is/Sigurður Bogi

Síðari ferð ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörðinn á morgun hefur verið aflýst vegna veðurs. 

Stefnt er að því að Baldur sigli í fyrramálið áður en veðrið versnar en athygli er vakin á því á heimasíðu Sæferða að fyrri ferðinni á morgun, mánudag, hefur verið flýtt. 

Mun Baldur sigla frá Stykkishólmi klukkan 6 og frá Brjánslæk klukkan 9 svo framarlega sem veðurspáin gangi eftir. 

Á heimasíðu Herjólfs kemur fram að siglt verði til Þorlákshafnar klukkan 7 og 17 en frá Þorlákshöfn klukkan 10.45 og 20.45 þar til annað verði tilkynnt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert