Enski boltinn rýkur upp í verði

Erling Haaland hefur farið mikinn í vetur en tókst ekki …
Erling Haaland hefur farið mikinn í vetur en tókst ekki að skora í grannaslagnum í Manchester fyrr í mánuðinum þegar lið hans tapaði. AFP/Oli Scarff

Mikl­ar verðhækk­an­ir dynja á knatt­spyrnu­unn­end­um nú í byrj­un árs. Tvær sjón­varps­stöðvar hafa hækkað áskrift­ar­verð og mun­ar þar mest um verðhækk­un á enska bolt­an­um. Áskrift að Sím­an­um sport hækk­ar nú um mánaðamót­in um 1.600 krón­ur á mánuði, var 4.900 krón­ur en verður hér eft­ir 6.500 krón­ur. Þessi hækk­un nem­ur 33%.

Guðmund­ur Jó­hanns­son, sam­skipta­full­trúi Sím­ans, seg­ir að um­rædd verðhækk­un sé vegna þriggja sam­verk­andi þátta. „Kostnaður vegna samn­inga við Premier League hef­ur hækkað, veik­ing krón­unn­ar hef­ur mjög nei­kvæð áhrif og ann­ar kostnaður t.d. aðföng, laun, út­send­ing­ar­kostnaður o.fl. hef­ur hækkað.“

Viaplay til­kynnti á dög­un­um um verðhækk­un á Viaplay Total-pakk­an­um sem fel­ur meðal ann­ars í sér út­send­ing­ar frá ýms­um knatt­spyrnu­leikj­um. Verðið hækk­ar úr 2.699 krón­um á mánuði í 2.999 krón­ur eða um 11%.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka