Fordæmanleg ósannindi um lagaheimildir

Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur og fyrrverandi forseti ASÍ.
Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur og fyrrverandi forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er al­veg ljóst að sátta­semj­ari hef­ur þessa heim­ild til að leggja fram miðlun­ar­til­lögu og þarf ekk­ert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreynd­in. Það er í raun for­dæm­an­legt að stóru heild­ar­sam­tök­in skuli fara fram með bein ósann­indi í þessu efni,“ seg­ir Ásmund­ur Stef­áns­son, hagræðing­ur, fyrr­ver­andi rík­is­sátta­semj­ari og fyrr­ver­andi for­seti ASÍ, í sam­tali við Morg­un­blaðið og vís­ar til álykt­un­ar miðstjórn­ar ASÍ, í kjöl­far þess að rík­is­sátta­semj­ari lagði fram miðlun­ar­til­lögu í kjara­deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á fimmtu­dag­inn í síðustu viku.

Í álykt­un­inni seg­ir um heim­ild sátta­semj­ara til að leggja fram miðlun­ar­til­lögu að „hún eigi ekki að leggj­ast fram án þess að hafa a.m.k. þegj­andi samþykki beggja aðila“. Ásmund­ur seg­ir þessa viðmiðun hvergi í lög­um.

Þá seg­ist Ásmund­ur ekki geta tekið und­ir að uppi sé for­dæma­laus staða í kjara­deil­unni. „Það er ekk­ert nýtt í því að lögð sé fram miðlun­ar­til­laga, bara ekk­ert.“

Fram kom í máli Katrín­ar Ólafs­dótt­ur hag­fræðings í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi í gær að þrjá­tíu miðlun­ar­til­lög­ur hefðu verið lagðar fram á síðustu fjöru­tíu árum, af þeim hef­ur um þriðjung­ur verið felld­ur.

„Það kom í minn hlut sem sátta­semj­ari að leggja fram þá til­lögu sem lík­lega hef­ur fengið hvað versta út­reið, því hún var felld með yfir 90 pró­sent­um at­kvæða.“

Hann tel­ur þó að eft­ir á að hyggja hafi fram­lagn­ing til­lög­unn­ar verið skyn­sam­leg enda hafi hún lagt grunn að áfram­hald­andi viðræðum sem skiluðu samn­ingi.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka