Samþykktu verkfall á Íslandshótelum

Eflingarfólk mætti í Héraðsdóm í dag til að sýna forystu …
Eflingarfólk mætti í Héraðsdóm í dag til að sýna forystu félagsins stuðning vegna fyrirtöku um afhendingu félagatals. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsfólk Íslandshótela sem starfar undir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum hefur samþykkt tillögu um boðun verkfalls. 

Rafræn atkvæðagreiðsla stóð yfir frá hádegi sl. þriðjudags, til klukkan 20 í kvöld. 287 voru á kjörskrá. 

Ótímabundið verkfall mun hefjast eftir rúma viku, þriðjudaginn 7. febrúar, samkvæmt þessu.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV að 65,61 prósent hefðu greitt atkvæði með verkfallstillögunni. 30,69 prósent greiddu atkvæði gegn henni.

Á vef Eflingar segir að 189 hafi tekið þátt af 287 sem voru á kjörskrá og kjörsókn því 66 prósent. 124 greiddu atkvæði með verkfalli, 58 greiddu atkvæði gegn og 7 sem óskuðu að taka ekki afstöðu.

Samþykktu aðra verkfallsboðun

Sólveig Anna tilkynnti einnig að samninganefnd Eflingar hafi samþykkt aðra verkfallsboðun og að tilkynning verði send út bráðlega með frekari upplýsingum um hana.

Fréttin hefur verið uppfærð með kosningaþátttöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert